Hæhæ, ég veit ekki alveg hvort þetta er rétti staðurinn fyrir þessar vangaveltur en ég vona að ég fái eitthvað feedback…

Ég er í smá klemmu, ég hóf samband fyrir um 2 árum með yndislegri konu sem átti þá 5 ára strák fyrir (sem nú er s.s. 7 ára). Við eignuðumst svo barn saman, og allt yndislegt um það að segja. En vandamálið er í raun samskipti mín við fóstursoninn, hann er alveg eins og pabbinn klónaður :) “Little-me” :) Konan mín og hann höfðu ekki verið í sambandi heldur var í raun bara eitt *bang* sem bjó hann til (þarf víst ekki meira en það!). Hann tiltölulega nýfarinn að hafa samband við strákinn. Farinn að taka hann einhverjar helgar og þ.h. Mér finnst soldið óþægilegt hversu líkir þeir eru, ég hef séð myndir af pabbanum þegar hann var lítill og það er *nákvæmlega* eins og hann. Ég er búinn að reyna að horfa framhjá þessu en á mjög erfitt með það :/

Það er margt í fari stráksins sem ég á erfitt með að höndla, hann hefur t.d. nánast alla sína ævi búið einn með mömmu sinni og er eðlilega *mjög* mikill mömmu strákur.. mér finnst ég oft skilinn eftir útundan þegar hann segir “hæ mamma”, “bæ mamma”, “takk fyrir mig mamma”, “góða nótt mamma” og allt eftir því..
Skapferli og áhugamál okkar er líka mjög ólík, hann hefur t.d. ekki mikinn áhuga á því sem “flestir” strákar hafa gaman af, fótbolti, íþróttir og fl. Hann kýs frekar að vera inni og horfa á vídeó eða byggja lego. Ég held að ef við hefðum líkara áhugasvið og skapferli þá væri samband okkar auðveldara og betra ?

Eins og ég sagði þá er skapferlið líka mjög ólíkt, ég er mjög rólegur og yfirvegaður en það þarf mjög lítið til að setja hann alveg úr jafnvægi, t.d. ef hann missir af nokkrum mínútum af barnaefninu þá getur það endað í grenjukasti og tilheyrandi skemmtilegheitum :)

Einhverjar hugmyndir hvað sé hægt að gera í stöðunni ? Einhver verið i svipaðri stöðu??

Takk takk!