Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að lenda í því að börnin mín vildu ekki borða Nóa-Síríus páskeggin. Nettó eggin gengu m.a.s. betur í þau. Þegar ég var lítil þá voru Nóa-Síríus einu almennilegu páskaeggin og ég var hundfúl út í afa og ömmu fyrir að gefa mér eitthvað annað. En nú finnst mér þetta alveg orðið öfugsnúið. Nóa-Síríus eggin voru ekki einu sinni kláruð!! Er mín fjölskylda svona skrítin eða…?