Hæ, allir. Ég var að spá í hvort þið mæður sem voruð með börnin ykkar á brjósti og þau vildu ekki pela gætuð hjálpað mér aðeins :o)
Hvernig gekk ykkur að venja börnin af brjósti, hvað voru þau gömul þá. Þurftuð þið virkilega að venja þau af brjósti eða var þetta svona hálfpartin sameiginleg ákvörðun?
Minn gutti er orðin 9 mán. og mig langar að fara að hætta með hann á brjósti. Hann er svo viðkævmur í maganum, hefur alltaf verið, að ég verð að passa allt sem ég borða. Svo er hann líka soldið frekur á þetta, vill drekka smá, missir síðan áhugann, síðan hætti ég að gefa honum og þá verður hann alveg brjálaður og vill fá að drekka meira. Mér finnst þetta ekki sniðugt svo ég ætla að reyna að hætta þessu bara. Hann borðar vel, allt sem ég býð honum og hann getur drukkið sjálfur úr stútkönnu en hann vill ekki pela, svo hann getur ekki komið í staðinn.
Endilega segið mér hvernig þið fóruð að þessu.
Kveða cinnemon.