Það bara gerist ekkert hérna ef ég skrifa ekki hérna.
Ojæja.
Fyrir stuttu fórum við með dóttir okkar í kringluna að kaupa á hana föt ( alveg ferlegt hvað þau stækka hratt miðað við hvað þau eru lítið fyrir að borða ).
Við vorum að fara að borga þegar að dóttir okkar sem er í fanginu á pabba sínum sér stórann og þykkann mann koma, hún bendir á hann og segir hátt og skýrt abi sem þýðir api og ég verð að segja þetta var VANDRÆÐALEGT.

Í gær kom pabbi hennar heim og svona hálftíma seinna kemur hún með skóna hans og vill ólm að hann fari í þá og þegar hann hefur klætt sig í þá fer hún og bendir á úlpuna hans og hann klæðir síg í úlpuna og þá bendir hún á hurðina og segir bless.
Nú pabbinn fór fram og kom aftur inn og þá segir hún hátt HÆ og er voða kát að sjá hann.:)

Svo seinna um kvöldið tók hún uppá því svona uppúr þurru að kyssa í lófann á sér og banda hendinni svona sendikossar og þetta fannst henni svo fyndið.

Börn geta verið svo miklir grallarar.

Verið nú aðeins duglegri að deila með okkur hinum skemmtilegum sögum þær þurfa ekki að vera langar.

Kveðjur,
Krusindull