Mig langar að spyrja hvort að einhver getur sagt mér frá góðum barnaaugnlækni. Þannig er að ég hef verið að fara með dóttur mína til augnlæknis sem er sérhæfður í augnskurðlækningum, vegna þess að hún er með slappt augnlok (það á samt ekkert að gera í því neitt á næstunni hún er bara í eftirliti). Sá hefur sett hana í sjónpróf en vegna þess að hún er ekki orðin fjögurra ára vill hann ekki sjónprófa hana. Ég taldi hann samt á það í haust vegna þess að ég hafði áhyggjur af sjóninni hennar (þó ekki miklar þá) og hann reyndi, en var eiginlega búinn að ákveða að það þýddi ekkert því hún væri of ung. Þetta er samt mjög klár stelpa sem stendur flestum jafnöldrum sínum framar í flestu og svona sjónpróf vissi ég að myndi ekki vefjast fyrir henni, en hann gaf henni varla tækifæri, útskýrði mjög hratt og illa fyrir henni hvað hún átti að gera og þegar hún skildi ekki þá hrifsaði hann af henni prófið og sagði, reynum eftir ár.

Nú fór ég með hana í þriggja og hálfs árs skoðun fyrir stuttu og þá var hún látin taka sama sjónprófið og gekk vel að skilja fyrirmælin þá. En prófið kom ekki mjög vel út fyrir hana og það lítur út fyrir að hún sjá ekki alveg nógu vel. Ég er líka farin að taka meira eftir því að hún virðist ekki sjá jafnvel og börnin í kring um hana. Fórum t.d. á Dýrin í Hálsaskógi um daginn og sátum á aftasta bekk og hún sá lítið sem ekkert og skemmti sér ekkert yfir þessu. Stuttu síðar var okkur boðið á Línu Langsokk og sátum þá mjög framarlega og þá var sko fjör!!! Ekki vafi á að hún sá mikið betur þar.

Hjúkkan í þriggja og hálfsársskoðuninni sagði okkur að fara til augnlæknis með hana í betra tjékk en ég vil helst ekki fara aftur að sjá þennan sem við vorum hjá. Er einhver sem getur bent mér á augnlækni sem er almennilegur við börn?

Með kveðju
Tzippora