Eitt sinn var ég að vinna á leikskóla. Það var brauð í kaffinu, alltaf tvær tegundir. Ein fimm ára daman (mjög kurteis alltaf) snýr sér að mér og seigir:

“Viltu rétta mér h?????? brauðið?,,


”Hvað sagðirðu?,, Ég horfi á hana enda heyrði ég ekki almennilega hvað hún sagði þarna.

“Viltu rétta mér h????? brauðið?,, umlar hún.

”Hvað ertu að segja, ljúfan mín? Spyr ég aftur.
Hún starir niður í borðið augnablik eins og hún þurfi að herða hugann við að spyrja einu sinni enn

og hvíslar: “Viltu rétta mér helvítins brauðið,,


Ég góni á hana orðlaus á meðan ég reyni að melta þetta fyrir mér enda alls ekki henni líkt að tala svona. Stúlkugreyjið voðalega vandræðanleg og bíður eftir því að fá svar… eða skömm, hún var ekki viss. Ég hugsa meir og spyr hana svo loks:

”Villtu að ég rétti þér HEILHVEITIbrauðið?

Stelpuræfillin dæsir fegin og brosir blítt

"Já takk!,,


Hún vissi að það var EINHVAÐ bogið við það sem hún var að reyna að segja. :)

<br><br>Life is a bitch and then you die…