Þegar frænka mín var 3ja ára var hún ótrúlega hreinskilin, t.d. ef maður spurði hvað hún væri að gera þá sagði hún hiklaust frá því af hún var að fikta.
En eitt atvik er öllum í fjölskylduni sérstaklega minnisstætt, það var þegar sú stutta var skömmuð fyrir að sega “andskotin”
hún brást hin versta við og sagði“Já en amma segir líka andskotin, skammaðu hana”
Hreinskilni hennar mynti okkur öll á að það erum við sem erum fyrirmyndirnar og þau gera eins og þau sjá og heyra en ekki endilega eins og þeim er sagt…

kveðja Alí