Strákurinn minn er nú 6 og hálfs að verða og kemur stundum með ýmsar athugasemdir og skoðanir sem koma á óvart.

Við vorum að keyra frá Selfossi til Reykjavíkur einhvertímann í lok síðasta veturs. Aldrei þessu vant var búin að vera þögn afturí alla leiðina en svo alltí einu segir hann:

“mamma, sjáðu þarna eru skýin búin til”

þá vorum við sem sagt að keyra framhjá þar sem sáust tveir stórir gufustrókar uppúr jörðinni, einhverjir hverir eða eitthvað sem eru þarna. Og sveimérþá….hann sagði þetta aftur um daginn þegar við vorum á sömu leið og strókarnir stóðu hátt uppí loft….þó höfðum við útskýrt fyrir honum hvað þetta var :) en honum finnst bara svo eðlilegt að skýin komi frá þessum stóru, miklu gufustrókum. <br><br>Kveðja alsig
<a href="http://www.heilsufrettir.is/asg">Er þér annt um heilsuna?</a