Sælt veri fólkið.
Ég og kærasta mín eignuðumst fyrirbura 8. júlí sem vóg þá aðeins 4 merkur eða rúmt kíló. Hann átti að fæðast 9. september.
Hann er búinn að vera á Vökudeild Landspítalans síðustu 2 mánuði en kom heim 12. sept. Lífið okkar er æðislegt og hann er orðinn 2500 gr. eða 10 merkur og gengur allt vel.
En það sem ég ætlaði að spurja með póstinum er eftirfarandi.

Er einhver íslensk heimasíða til um fyrirbura
og
eru til einhver fyrirburasamtök ?

(Hægt er að sjá myndir af kraftaverkinu okkar á barnaland.is
Hann heitir Jökull Máni)