Ég er með strákinn minn í ungbarnasundi og það gegnur svona la la. Hann fýlar ekki að fara í kaf, fer bara að hágráta þegar hann kemur aftur upp úr og það virkar á mig eins og hann nái ekki andanum en sundkennarinn segir að lokunarviðbragðið hjá honum sé ennþá mjög sterkt, hann er búinn að fara í 4 tíma. Ég held samt áfram að reyna vita hvort þetta fer ekki af honum en mig langar að spyrja hentar ungbarnasund öllum börnum? Hefur einhver slæma reynslu af þessu, er þetta kannski bara eitthvað sem kemur eftir nokkra tíma? Ég vil náttúrulega ekki pína barnið. Endilega komið með ykkar álit.
Kveðja cinnemon.<BR