Hæ öllsömul!! ég er svo ánægð núna því að loksins hef ég gert það sem ég hef alltaf ætlað að gera…að styrkja barn í útlöndum. Ég er að styrkja indverskan strák sem heitir Ranga Rao Madagani, ekki er vitað hvað hann er gamall en hann er sennilega svona 9-11 ára gamall. Ég morga 2000 kr. á mánuðu fyrir hann og er ég þá að veita honum föt, mat, húsnæði, menntun og annað. Ég hringdi bara í ABC-Hjálparstarf og þeir sendu mér allar upplýsingar um strákinn ásamt mynd af honum, bréfi sem hann hafði sjálfur skirifað og mynd sem hann teiknaði. Ég er í skýjunum yfir þessu og hvet ég sem flesta til að fylgja fordæmi mínu og styrkja barn, það er þess virði!

Kveðja PUG :)<BR