Litla frænka mín er bara eins og hálfs árs og er að byrja að tala. Hún er rosalega sæt og góð stelpa. En hún er ekki farin að tala í setningum bara í orðum, en ég ætla samt að segja ykkur nokkur gullkorn sem hún getur sagt þó svo að hún tali ekki í setningum. Ætli þau séu ekki gullkorn vegna þess að þau koma manni alltaf til þess að brosa og líða betur ;o)

Hún á litla systur sem er 15 mánuðum yngri en hún sem sagt 3 mánaða. Þegar sú litla fæddist var frænka mín sem er 1 og hálfs árs ennþá á brjósti, en bara áður en hún fór að sofa ekkert meira. Svo situr mamma hennar með litlu systurina í fanginu og er að gefa henni að drekka og litla frænka mín sem heitir Helga Sólveig kemur inn í stofuna. Hún sér hvað er að gerast og vill fá sopa. Svo hún segjir við mömmu sína: Bjóst búið! En þar sem mamma hennar sagði nei varð hún reið og prófaði að segja þetta aftur og aftur. En það gékk ekkert þar til að litla systir var búin að fá skamtinn sinn.

Þar sem litla systir er nú nýlega búin að fá nafn kallaði Helga hana barnið þangað til. Svo allt í einu fóru allir að segja María Rut sem henni fannst mjög skrítið. En hún fann leið út úr því og ákhvað bara að kalla systur sína Gígí. Að vísu kallar hún mig sem er nafna hennar Gaga vegna þess að hún getur ekki sagt Helga. Svo við erum Gaga og Gígí og rosalega sáttar við það.

Það er hvolpur heima í sveitinni sem er álíka stór og Helga Sólveig. Hún er hrædd við hann en vill samt alltaf vera utan í honum. Hún bentir alltaf út til voffa og vill fara þangað en svo þegar hún kemur nær honum setur hún upp hræðslu svipinn sinn sem er rosalega findinn og verður ekki rónni fyrr en hún er komið í fangið á manni. Hún er ekki alveg komin með öll dýrin á hreint en hún veit að bíbí, kiss kiss, voff voff og me me eru til. Svo þegar maður keyrir um landið og sér kýr eða hesta þá segjir hún me og er ofsalega stolt af sjálfri sér.

Afi minn var svo að slá um daginn og hún vildi endilega fara til hans en þorði þess ekki vegna þess að tragtórinn er svo stór. Svo núna þegar hún sér tragtór þá kallar hún sigrihrósandi Afi!