hæhæ
málið er þannig að ég er með fimm mánaða gamlan son og hann var í sprautu á mánudaginn. Síðan þá hefur hann verið rosalega órólegur, vill helst alltaf bara vera í fanginu á okkur og verður svo rosalega sár ef við tökum hann ekki upp að hann fer bara að hágráta ( hann grætur yfirleitt ekki oft). Staðurinn sem hann var sprautaður er enn svolítið upphleyftur, og mig grunar að það hljóti að vera að pirra hann. En hann er ekki með hita, og ég sé ekkert bóla á tönslu (en datt það í hug líka). Er einhver sem hefur lent í þessu sama og við sem getur sagt okkur hvað þetta getur varað lengi og hvort þetta sé alveg eðlilegt?? Ég ákvað að bíða í 2-3 daga til að ath. hvort hann myndi ekki róast, en hann var jafnpirraður í dag og síðustu 3 dagana :(

kv.
spotta