Það er alveg makalaust hvað börn geta verið dugleg.
Dóttir mín fór í aðgerð á laugardaginn til að fjarlægja æxli og var þetta mjög stutt aðgerð og tók um 15 mínútur þar sem að það var undir ysta lagi húðarinnar. Litli strumpurinn minn var svæfður og vaknaði svo með látum 30 mínútum seinna og ætlaði að rífa nálina og allt úr handleggnum á sér.
Svo fórum við heim stuttu seinna.
Það sem að mér finnst skrýtnast af öllu er að hún kveinkar ekkert. Hún hreinlega finnur ekki fyrir þessu nema kannski aðeins þegar hún er að reyna að sofa þá svona kemur smá kláði.
Hún er svo sterk og hugrökk eins og ég var nú búin að kvíða fyrir þessu. En það að þetta sé farið er frábær tilfinning og áhyggjur mínar hafa dvínað.
Krusindull<BR