Sko ég er ekki ólétt og er ekki á leiðinni að verða það strax en þetta vil ég segja:
Hafiði sagt ykkar manni að þið séuð óléttar og hann hafi verið reiður og óánægður með það?

Í sambandi sem ég var í, hélt ég að ég væri ólétt því ég ældi einn morguninn og hann fór í fýlu og strunsaði út. Ég varð svo hrædd um að vera það af því hann varð svona reiður. Svo dreymdi minn núverandi um daginn að ég væri ólétt og hann sagði: Mig dreymdi að þú værir ólétt og allt var eðlilegt…ég varð ekki einu sinni reiður!

Hafðið let í að ykkur gruni að ykkar myndi verða reiður? Það tekur tvo til að bera ábyrgð á svona er það ekki??? Af hverju geta allir ekki verið ánægðir og stoltir af kraftaverkinu? Þetta væri auðvitað of snemmt hjá mér og mínum og ég er ekki að segja að allir verði reiðir yfir þessu. V´æru þeir frekar ánægðir ef þetta gerðist EFTIR hjónaband?

Nú hef ég haft það miklar áhyggjur að mér hefur orðið flökurt!!! Ég var á pillunni og er enn, en einn daginn tók ég eina pillu seint, og svo aðra daginn eftir. Svo þegar ég er södd og maginn uppþembdur…eða uppþembdur af engri ástæðu þá verð ég hrædd. Hef enga reynslu af óléttu og þori ekki að kaupa þungunarpróf en ef ég væri ólétt…sem mig grunar ekki…þá hvað ef ég væri að skaða fóstur með pillunni? Mér er illt af tilhugsuninni og veik af áhyggjum. Þori ekki að segja NEINUM þetta!!!