Dóttir vinkonu minnar(þá 3ja ára) var nýkomin inn í hús, búin að vera úti í sólinni síðasta sumar. Ég segi: Ertu orðin svona brún eftir sólina, búin að vera lengi úti í dag. Svo líður einhver tími, ég og vinkonan tölum saman og mamma hennar kemur inn og segir: Ég skil ekki hvað barnið er að meina að vera alltaf að þurrka á sér andlitið með peysunni. Þá útskýri ég: óóó guð minn góður, hún hefur haft áhyggjur af að sólin hafi gert sér eitthvað…að hún verði bara sótbrún í framan og að það hverfi aldrei.
svona geta þessar dúllur misskilið!!! haha. Hún var þá að þurrka af sér brúnkuna:)