Jæja ég fann síðu á netinu sem reisti aftur hluta af þeirri trú sem ég hafði á gæsku mannanna.

http://www.chickensoup.com/

Þetta er sem sagt “chickensoup for the soul”

Meðal annars var þarna saga af lítilli stelpu sem fékk mjög hættulegan sjúkdóm. Yngri bróðir hennar (5 ára) hafði fengið þennan sjúkdóm áður og unnið bug á honum. Læknar komust að því að eina leiðin til að bjarga stelpunni væri að gefa henni blóð úr bróðurnum, sem var í sama blóðflokki. Stráknum er sagt frá þessu og hann spurður hvort hann væri tilbúinn til að gefa systur sinni blóð. Hann hugsaði sig svolítið um og sagði svo ákveðinn: Ef þetta bjargar Lísu þá vil ég gera þetta.
Nokkru síðar er farið út í það að gefa henni blóðið og liggja þau systkinin hlið við hlið. Smám saman fer að koma roði í kinnarnar á Lísu. Litli drengurinn horfir á systur sína og lítur svo á lækninn, örlítið kvíðinn á svip og spyr: Dey ég nokkuð alveg strax? Litli anginn hélt að hann væri að fórna sínu lífi fyrir líf systur sinnar, og hann var alveg reiðubúinn til þess.

Það eru ennþá englar á þessari jörð.

Á þessari síðu er fullt af svona sögum sem hlýja manni um hjartaræturnar. Eitthvað sem ég þurfti alveg á að halda núna.<BR