Ég er hræðileg.
Ég var með litlu stelpuna mína í magapoka og var eitthvað að bardúsa. Svo var ég að taka hana úr honum og byrja á því að losa pokann af mér. Síðan lyfti ég henni í pokanum (skil ekki alveg hvað ég var að hugsa) í staðinn fyrir að leggja hana beint niður á rúmið mitt, þá er enginn stuðningur við magan á henni svo hún hentist niður og lenti með höfuðið á rúmgaflinum á rimlarúminu hennar. Beint á augað. Hún er með alveg risastórt glóðurauga. Ég ætlaði að fara með hana upp á slysó en mamma kom fyrst til að sjá hvað þetta væri mikið. Hún sagði að þetta væri ekki það mikið, ég ætti bara að fylgjast vel með henni. Ég hélt fyrst að þetta hefði farið beint í augað á henni en það hefur bara farið utanmeð.
Þetta er hræðilegt. Ég grét reyndar miklu meira en hún. Ég skil ekki hvað ég var að hugsa. Hvað er að mér?
Hún var nú samt farin að brosa strax þegar mamma kom ca. 10 mín. eftir að þetta gerðist, en ég grét ennþá. Hún er sofnuð núna, mamma segir að ég eigi bara að fylgjast með því að hún sofni ekki of fast, svo ég tékka á henni á 5 mín. fresti.
Ennþá sefur hún bara eins og venjulega.
Vonandi að ellt verði í lagi. Mamma segir að stærsta sárið sé á sálinni minni, ég held það sé alveg satt.

Niðurbrotin
Tzipporah<BR