Um daginn var ég að spjalla við manninn minn í gegn um irc (hann var í vinnuni) og þá vaknaði stelpan okkar. Ég stökk til og sótti hana, en átti þá eftir að kveðja Fluffster svo að ég fór aftur að tölvuni með stelpuna. Mín var rosalega ánægð og fór að hamra á lyklaborðið. Ég ýtti þá á enter fyrir hana. Maðurinn minn skildi ekki alveg hvað var í gangi svo ég lét fylgja með þýðinguna: halló pabbi. Minn maður var ekkert smá stoltur og þau feðginin ircuðu saman í smá stund. Ótrúlega fannst henni þetta gaman. Hún var eins og píanisti þegar hún sló á lyklaborðið, þvílíkur ákafi.

Ein lína frá listamanninum: mlæ.æ3e3.æ333<.þ mc,v,..,z,

Kveðja
Tzipporah og DustPuppy<BR