Yfirgefið ungabarn fannst látið
Nýfætt barn fannst yfirgefið í mannlausri og ónotaðri byggingu í Englandi þar sem hitastig var við frostmark. Sjúkraliðar fundu barnið látið snemma í morgun.

Móðir 16 ára gamallar stúlku, sem fæddi barnið, lét sjúkrahúsið í Staffordshire vita og var þá farið að ná í barnið. Reynt var að blása lífi í barnið en án árangurs.

Lögregla segir að barnið, sem var stúlka, hafi líklegast verið enn á lífi þegar það var skilið eftir. Enn á þó eftir að ræða við hina 16 ára gömlu móður sem er nú á sjúkrahúsi.