Æi veslings litli álfurinn minn er lasinn svona eins og við foreldrarnir. Hár hiti, kvef, höfuðverkur og þvílíkt slen og slappleiki.
Hún átti svo erfitt með svefn í nótt og ældi smá en það var sem betur fer mjög lítið. Svaf svo frá 3 í nótt til 9 fékk að drekka fór að sofa, svaf til 12 vaknaði, reyndum að gefa henni að borða en hún bara ældi því. Fékk að drekka og fór að sofa 13:20 og er ennþá sofandi.
Hún er svo slöpp að hún mun sjálfsagt sofa í allan dag.
Það er svo sárt að hlusta á þennan sára angistagrát.
Og það að veikjast svona fyrir jól það er ferlegt.
Ef hún verður ekkert skárri á morgun held ég að ég fari með hana til læknis því mér finnst eins og það sé að byrja að myndast kvef ofan í lugnunum.
Ég vona samt að þið hin hafið það gott.
Jólakveðjur,
Krusindull<BR