Góðan dagin/kvöldið.
Nú var kærasta mín að verðá ólétt og er kominn í kringum 2 mánuði á leið. Hún var að fá vinnu á matvælastað stuttu eftir að hún varð ófrísk og varð rekin eftir mánaðar vinnuferill vegna mikilla veikinda, veikindin voru vegna þunguninar og það er ekkert sem við getum gert, þ.e.a.s. að kæra. En það sem ég er að spá, hvað á hún að gera. Það vilja fáir ráða ólétta konu sem fer fljótt í fæðingarorlof, hún er að sækja um út um allt og tekur að sjálfsögðu fram að hún sé ólétt því starfsfólk er með ákv. tilkynningaskyldu sem þau verða að gegna til að fá fæðingarorlof, ef hún fer á atvinnuleysisbætur, verða þær hærri vegna þungunar ?