Þannig er mál með vext að ég og barnsfaðir minn eigum von á fyrsta barni okkar núna í lok maí. Ég hef aðeins verið að kynna mér hvernig þetta fæðingarorlof virkar allt saman, en finnst ég fá svo mismunandi upplýsingar. Okkur langar mikið til að hann fái líka sitt orlof en vitið þið hvernig það er?
Þurfum við að hafa verið í sambúð til hann eigi rétt á því? Eða er það aðeins til að hann fái það launað?
Ég er orðin svo áttavillt í þessari umræðu hjá TR .. fyrir utan orðalagið hjá þeim. Geturu einhver hjálpað mér?:)