Ég hef heyrt margar sögur af börnum, 3-6 ára sem virðast á einhvern undarlegan máta vita um hluti sem þau eiga ekki að hafa hugmynd um. Dæmi: Maður fer í veiðiferð, en konan er heima með barnið. Allt í einu segir krakkinn: “Hann pabbi missti rosalega stóran fisk. Nú kemur hann bara heim með tvo fiska” Og svo kemur maðurinn heim með tvo fiska og segist hafa misst þann þriðja. Hafið þið ekki heyrt eitthvað svipað? Endilega segið þá frá því…