Mig langar aðeins að forvitnast hérna, eða fá álit fólks.
Ef móðir býr ekki með föður barns þá fær hún meðlag með barninu sem er rúmlega 15500 kr á mán, og ef hún er öryrki þá fær hún sömu upphæð í barnalífeyrir.
Þannig að þetta eru þá rúmlega 31000 kr sem er borgað með barninu inn á heimilið.
Nú er barnið 17 ára og er farið að vinna úti með ágætis tekjur, ekkert rosalegar en samt nóg fyrir sig og það sem hann þarf.
Hjá mér þá fer ég fram á að hann borgi heim um 10þús á mánuði en ef hann er að kaupa einhvað sérstakt eða gera einhvað sérstakt þá “lána” ég honum þennan 10þús kall uppí það sem hann er að gera eða með öðrum orðum sleppi honum við að borga heim í það skiptið því að ég get ekki annað en litið á málið þannig að ég er að fá rúm 31 þús á mánuði í hans framfærslu hvort eð er.
Er þetta rangur hugsunarháttur hjá mér ?
Ég veit um móðir sem lætur barnið sitt borga heim sama hvað er í gangi og hún segir “þetta eru bara peningar sem ég fæ frá tryggingarstofnun ekkert sem barnið er að leggja til”.
Þannig að mig langar að fá álit fólks á þessu máli.
Hvort er réttara ?
Er ég að gera mistök í mínu uppeldi eða er ég að horfa einhvað vitlaust á þetta ?