Það er svo fyndið hvað börn eru einlæg, skemmtileg og fyndin.
Það var svo gaman hjá dóttur minni í gær og í fyrradag.
Nú í fyrradag fórum við og keyptum uppþvottavél og vorum óvenju seint á ferðinni. Þar sem að við eigum ekki bíl tók ég leigubíl uppí Bræðurnir ormson og dóttir mín er alveg sjúk í að fara í bíl, það syngur hreinlega í henni þegar við förum í bíl en henni fannst alveg magnað að labba um í myrkrinu því að við tókum strætó heim.
Daginn eftir (í gær) kom uppþvottavélin og dóttir mín hreinlega ætlaði að tapa sér henni fannst svo gaman að skoða þennan nýja hlut og það sem hún þurfti að skoða hann mikið og lemja og berja.
Henni fannst svo gaman að heyra hljóðið sem kom þegar hún lamdi flötum lófanum í vélina, ég hreinlega lá í hláturkasti.
Svo í dag vorum við að skoða jólaljósin uppí glugga og hún varð að fá að koma létt við þau og skoða stjörnurnar sem að ég setti í gluggann.
Börn eru svo forvitin og lærdómsfús. Stundum vildi ég óska þess að ég ætti svona auðvelt með að læra.
Bara svona langaði að deila þessu með ykkur.
Kveðja,
Krusindull og litli álfurinn hennar.<BR