Stelpan mín er farin að finna fyrir pirringi í gómunum og ég ákvað að kaupa þetta gel sem allir voru að tala um hérna um daginn.

Ég ákvað að setja þetta svo á hana í gærkvöldi þegar hún var að fara að sofa því hún var svo pirruð þá. Þegar ég tók hana upp úr rúminu og setti hana á hjónarúmið, hélt hún að ég væri að fara að leika við hana og fór strax að hlæja. (Ég held að hún sé eins og bróðurdóttir mín sem er eins og hálfsárs, þær kvarta ekki mikið, nema þær séu að reyna að sofna. Þegar bróðurdóttir mín er súper active og hleypur um allt og fíflast þá getum við verið viss um að hún er komin með bullandi eyrnabólgu.)

Allavegana hún fór að hlæja um leið og ég tók hana upp, svo að ég lék aðeins við hana, en setti svo á hana hlaupið. Ógeðslega fannst henni þetta vont á bragðið. Ég hef aldrei séð aðrar eins grettur á barninu mínu. Hjálpi mér. Þetta var svo fyndið. En ég er að hugsa um að pína hana ekki með þessu aftur nema að hún sé alveg að farast. Ég keypti svo bara naghring og hann er í kælinum tilbúinn til að létta á sársauka.


<BR