Ég og systir mínum skruppum í bæinn um kvöldið á 17.júní og ég var með stelpuna mína og hún var með eldri stelpuna sína og yngsta barnið nokkurra mánaða strák með sér og við fórum á bílnum mínum. Allt í lagi með það við röltum í bænum og fylgdumst með því þegar stúdentarnir í MA komu marserandi eftir göngugötunni á Akureyri og inn á torg og dönsuðu þar. Þegar það var búið ákváðum við að drífa okkur heim enda kl orðin rúmlega 12 eftir miðnætti og bílastæðin voru troðfull af bílum og þegar við komum að mínum bíl,þá var gaur við hliðina á mér sem augljóslega átti í erfiðleikum með að komast í burtu nema ég færi fyrst svo að við flýttum okkur inn í bílinn og ég var svo mikið að hugsa um að drífa mig af stað svo hinn kallinn kæmist að ég gleymdi að spenna stelpuna mína í bílstólnum en ég geri það alltaf svo þegar við erum að keyra út af stæðinum þá fer dóttir mín að benda mér á þetta og ég segi já, ég ætla bara keyra hérna aðeins lengra og inn á eitthvað annað stæði til að stoppa og festa þig. Svo keyri ég sem leið liggur suður skipagötu og beygi niður hjá Subway og er svo stopp á rauðu ljósi þar og annar bíll fyrir aftan mig. Systir mín ákvað að nota tækifærið og festa dóttur mína og losaði sig til að geta fest hana og var að vesenast við það þegar ég heyri allt í einu þetta rosalega bremsuvæl einhversstaðar fyrir aftan mig og ég lít í baksýnisspegilinn í sama mund sé ég bíl koma augljóslega á fleygiferð (hann var að koma niður gilið á Akureyri)og lenda aftan á bílnum sem var aftan við mig sem kastast síðan aftan á bílinn minn. Ég fann ekki fyrir miklu höggi enda var ég eiginlega viðbúinn og systir mín ekki heldur, hún sneri öfugt í sætinu og var að reyna festa dóttur mína og reyndar skildi hún fyrst ekki af hverju ég var að hrópa um að það hefði verið keyrt aftan á okkur en krakkarnir aftur í köstuðust aðeins til en sem betur fer var það ekki það mikið að dóttir mín hendist úr sætinu og í framsætisbakið. Guði sé lof segi ég nú bara, börnunum var náttúrulega brugðið og fóru að gráta og maður var svona hálf skjálfandi í hnjánum, sérstaklega þegar maður hugsaði um hvað við vorum heppin vegna þess að systir mín losaði sig og var að festa dóttur mína þegar þetta gerðist. Það hefði örugglega farið verr fyrir þær ef að hinn bílinn hefði ekki verið á milli en í honum vorum þrír strákar og þeir voru allir í belti og sluppu með skrekkinn, þessi aftur í kvartaði undan held ég smá eymslum, en bílinn sem að olli þessu öllu saman, það var stelpa búin að hafa bílpróf í nokkra mánuði og þetta var ekki fyrsta tjónið hennar, en eitt vitni sem gaf sig fram taldi að hún hefði ábyggilega verið á svona 80 km hraða niður gilið. Hvað var þessi unga dama að hugsa, niður gilið á 17 júní á þessum hraða og fullur miðbærinn af gangandi fólki og mikil bílaumferð um svæðið. Hún var með fullan bílinn af vinkonum sínum, ég veit ekki hvort þær voru allar í belti en enginn slasaðist alvarlega en þær voru þarna meira og minnandi grátandi og mér skilst að einhverjar hafi kvartað yfir hálseymslum eða bak. Við vorum allavegana heppnar það meiddist enginn hjá okkur og bíllinn laskaðist aðeins að aftan. Það sem mér finnst hræðilegast er tilhugsunin um að systir mín og dóttir voru ekki í belti. Mín skilaboð eru þessi: Alltaf að vera með beltin spennt og ef þið uppgvötið að þið hafið gleymt því í einhverju fáti stoppið þá strax, ekki skapa samt slysahættu, og spennið beltið. Það er ótrúlegt hvað getur gerst á stuttri leið, hlutir sem maður ræður ekkert við. Ég segi það var lán í óláni fyrir okkur að það var einn bíll á milli annars hefðum við fengið miklu meira högg og þá hefðu systir mín og dóttir hugsanlega getað slasast mikið.

Kveðja PiCatChyou<BR
——————————