Vá fólk er augljóslega mis heppið. Ég hef aldrei fengið gat á hausinn svo ég muni en að vísu er ég með smá ör rétt við aðra augabrúnina sem mamma sagði að ég hefði fengið þegar ég var smá-barn ég flaug víst á hausinn í fjósinu. Svo man ég eftir því þegar ég hef verið svona 8-9 ára þá var ég að henda bolta í vegg og grípa aftur og það vildi svo óheppilega til að í eitt skiptið kastaðist hann svo harkalega til baka og beint á nefið á mér og það foss foss blæddi og hvað ég var hrædd, ég hélt mér myndi blæða út. En ég hef aldrei nokkurn tímann brotið bein í mér.