Ég er ennþá að hugsa um atvik sem ég varð vitni af í gær:

Ég var stödd í Hagkaup sem er ekki í frásögu færandi nema hvað að á næsta kassa við mig eru 3 strákar að kaupa kex. Þeir voru á að giska svona 8-9 ára. Einn af þeim var Indverji.
Þegar þeir standa þarna í mesta sakleysi sínu koma 2 aðrir strákar og kalla á þennan dökka: Helvítis niggaradjöfull! Þeir voru á svipuðum aldri.
Strákurinn sagði við vini sína: Þeir vita ekkert hvað niggari er.

Mér fannst hræðilegt að heyra þetta. Það getur vel verið að þeir vita ekki alveg hvað þeir eru að segja, en hvar ætli þeir læri þetta? Heima hjá sér, bíómyndum…???


P.S. Börn fæðast fordómalaus!