Góð ráð fyrir foreldra:

(1)

Þegar ég öskra, ekki skamma mig, ég er bara nýkominn inn í þennan
heim, kominn hingað til þess að skilja ykkur, ekki skamma mig þó
ég geri eitthvað rangt ég er hér til þess að læra, ekki til þess að
vera skammaður.

(2)

Ég græt til þess að tjá tilfinningar mínar, tjá hversu mikið mér þykir vænt um ykkur, en þó stundum græt ég líka til þess að ná athygli ykkar, ekki vera reið við mig, ég er enn lítil/l og hef ekki enn lært afhverju þið skammið mig þegar ég græt :(

(3)

Þegar mig langar ekki að fara að sofa á kvöldin og ég grenja, þá er það vegna þess að mig langar að vera meira hjá ykkur, ekki vegna þess ég er orðinn syfjuð / syfjaður eða hef ekki fengið neitt gott að borða, heldur vegna þess ég elska ykkur og virði.

(4)

Stundum þá vil ég ekki fá snudduna mína, mig langar að grenja, en
mig langar ekki að grenja til þess að vera leiðinlegur við ykkur, heldur vegna þess mér langar að fá að tjá tilfinningar mínar og um
leið langar mér að segja hversu mikið ég elska ykkur en ég get það
ekki enn :( því ég er enn að læra inn á lífið og tilveruna.

(5)

Ég get ekki talað en til þess að ná sambandi við ykkur þá reyni ég
að láta heyra í mér! ég hendi stundum dótinu úr dótakassanum mínum
og dreyfi því út um allt gólf til þess að ná athygli ykkar en oft þá gleymist ég stundum út í horni og mér líður ekki vel, ekki taka
þessu illa! Ég er enn líti/ll ég er bara að reyna berjast um að fá
athygli ykkar frá einhverju öðru, til þess að þið getið leikið við mig, þó það væri ekki nema bara í örstutta stund. Hver stund með ykkur er mér mikils virði.

(6)

Stundum þegar ég fæ mat við borðið mitt þá finnst mér hann ekki góður en samt reynið þið að hvurfla upp orðum eins og “svona svona, eða eina skeið fyrir pabba eða núna kemur flugvélin, vertu nú duglegur / dugleg og opnaðu munninn og stundum fer ég að grenja! og læt öllum illum látum, ekki taka mig frá borðinu, ekki fara með mig inn í herbergi, ekki róa mig niður, leyfið mér að tjá
tilfinningar mínar, ég er ekki að tárast út af engu, mér finnst maturinn ”Ullabjakk“ mér langar ekki í hann og stundum þá gæti mér líka liðið illa í maganum en ekki gleyma, mér þykir alltaf jafnt vænt um ykkur, þið eruð foreldrar mínir.

(7)

Þegar ég græt á nóttinni og vek ykkur, ekki vera pirruð, reynið að
vera ekki pirruð, ykkur leiðist gráturinn minn en gráturinn minn er
minn eini talsmáti ég hef ekki lært að tala, þegar ég græt þá er ég
að reyna að tjá mig, mér leiðist þegar þið verðið pirruð, ég skynja
það, mér fer að líða illa en samt held ég áfram að gráta mér finnst
stundum rosalega gott að ég fái pláss í rúminu ykkar þó að rúmið sé
ekki mjög stórt en mér langar að finna fyrir hlýjunni sem þið gefið
mér, þið verðið að reyna að skilja að ég elska ykkur.

(8)

Þegar þið troðið mér í fötin og ég grenja, ekki miskilja mig ég er
alls ekki að segja að mér finnst ”fötin ljót!“ stundum lenda litlu
puttarnir mínir á óþægilegum stað og vegna þess hve lítin kraft ég
hef í fingrum mínum getur komið smá ”ó, ó“ og með gráti mínum er ég
að reyna koma þeim skilaboðum til ykkar að fara aðeins varlega. Ég
veit ykkur finnst lítið mál að fara í föt en þetta er svo nýtt fyrir mér að það tekur sinn tíma að læra inn á þetta, ef þið verðið
pirruð eða leið munið ávalt eftir mér að ég er enn að læra.

(9)

Þegar ég geng með ”ufff, ufff" í bleyunni minni og læt ykkur aldrei
vita þá er það vegna þess ég get ekki tjáð mig, mér finnst ekkert
góð lykt af mér :( en ég bara get ekki tjáð mig :( verið svo væn
að skipta á mér og þó ég taki upp á því að gráta þá er ég að þakka
ykkur fyrir að hafa skipt á mér og munið alltaf þegar þið eruð búin/n að skipta á mér þá set ég oft upp skemmtileg bros en þá er ég að þakka ykkur fyrir að hafa skipt á mér. Þið eruð ÆÐISLEG!

(10)

Ég get gert þrennt í lífi mínu til að tjá tilfinningar mínar, öskrað, tárast og brosað. Ég hef ekki náð lengra. Þið verðið oft pirruð og leið þegar ég ÖSKRA en ekki vera það, ég er bara að reyna að tjá mig. Þegar ég brosa þá vilja allir halda á mér, allir taka mig upp í fangið á sér, allir vilja vera hjá mér, en þegar ég græt þá stundum gleymið þið mér :( gráturinn minn þarf ekki alltaf að tákna eitthvað slæmt. Stundum er ég að berjast um athyglina, stundum er ég að hrósa ykkur fyrir að skilja mig og stundum þá
finnst mér gott að gráta. Munið ég er enn lítil/l og ég veit að það er erfitt að skilja mig en þið verðið að reyna gera ykkar besta
svo okkur öllum líði vel. Ég veit það er fleira sem þið skiljið ekki í fari mínu, eins og þegar ég fer fyrir sjónvarpið eða þegar ég týni dót úr hillum, eða almennt þegar ég geri eitthvað rangt :( Þið verðið að muna að í hjarta mínu er hamingjan, og frá hjartanu mynda ég öskrið mitt sem fer síðan í brosið mitt og leiðir síðan í tárin mín. Stundum brosa ég og tárast um leið en þá líður mér vel:)


Ég elska ykkur mamma og pabbi

















Kveðja,

Gau r

Textinn hér fyrir ofan var saminn á Fimmtudagsmorni 24. Október.
All Rights Reserved. Gaur Entertainment - © Copyrighted: 2002.
Hann var ekki tekinn neinstaðar af Internetinu. Heldur er þetta verk eftir mig. Ég vona að hann eigi eftir að koma smá ljósi til
ykkar vegna þess að stundum þá vilja börnin gleymast :(