Sælt veri fólkið. ;)

Ég er með hérna smá pælingu, sem ég er að vonast eftir að fá smá “feedback” á..

Nú heyrir maður á hverjum degi meira og minna um fólk sem er að skilja börnin sín eftir nokkurra mánaða ein heima í einhverja daga, eru á skralli niðrí bæ hverja einustu helgi og hafa börnin hjá mismunandi barnapíum í hvert skipti.. fólk sem notar barnabætur og meðlög í föt og fínerí á sig sjálf á meðan börnin ganga um í rifnum og tættum görmum, með horinn lekandi úr nefinu og algjörlega vannærð á mat. Þið skiljið hvaða fólk ég er að tala um; fólk sem virðist ekki hafa neinn áhuga á að hugsa um börnin sín, og hefði þar að leiðandi aldrei átt að fá að ala þau. Svolítið strangt til orða tekið, en þetta finnst mér.

Á sama tíma hafa verið umræður um það, hvort eigi að leyfa þroskaheftu fólki að eignast börn. Þ.e. einstaklingar sem eru kannski ekki alveg með fulle fem, en hafa óendanlega ást og umhyggju til að gefa. Það eru manneskjur sem hafa ekkert að gera með að fara á e-ð djamm um helgar, eða eltast við einhverja duttlunga svo börnin fái ekki það sem þau þurfa. Ekki þurfa þau heldur að vera frá börnum sökum vinnu 12 tíma á dag, bara til að geta keypt sér glænýjan 4x4 jeppa á hverju ári, fara í sólarlandaferðir helst 2svar á ári, eða kaupa íbúð sem er nógu stór til að hýsa heilan dýragarð.

Og því spyr ég ykkur, þar sem þið eruð sjálfsagt öll fyrirmyndar foreldrar sem viljið börnunum ykkar bara það besta; Er ekki sjálfsagt mál að leyfa þessu sérstaklega ljúfu fólki, þ.e. þeim sem eru aðeins frábrugðin okkur hinum, að eignast börn eins og öðrum jarðarbúum? Að sjálfsögðu eru kannski ekki alveg allir hæfir til ala upp annan einstakling, en einhvern hlýtur að vera hægt að fá til að meta svoleiðis lagað, alveg eins og hægt er að meta hvað af þessu fólki getur séð um sig sjálft.

Ég hef séð hvernig þroskaheft fólk er við hvort annað, gleðin skín úr andlitunum á þeim allan liðlangan daginn, þau eru svo ánægð með lífið, og ímyndið ykkur bara hvað það væri gott fyrir eitt stykki barn að eyða fyrstu árunum hjá svona foreldrum.

Það væri gaman að fá að sjá hvað ykkur finnst um þetta, flestir sem ég þekki eru algjörlega sammála mér.

Með kveðju, Gabriela.