Sælt veri huga fólkið. Það er eitt sem hefur eiginlega haldið fyrir mér vöku og valdið martröðum hjá mér undanfarið. Við vorum að flytja á nýjan stað, hér á ég skyldfólk og það er bara gott mál.

En það er einn aðili af þessu skyldfólki mínu sem er barnaníðingur, finn ekkert annað orð yfir það. Þessi manneskja er náskyld mér en það er ekki mikið samband á milli, kannski vegna þess að ég hef alltaf verið hálf hrædd við þessa manneskju frá því ég var krakki.

Þetta er fullorðin manneskja sem á börn og barnabörn og hefur leitað á sín eigin barnabörn og jafnvel á fullorðið fólk líka. Þessi manneskja hefur verið kærð, en það þurfa víst fleiri að kæra til að eitthvað verði gert held ég. Nú erum við nýflutt á staðinn og vitum kannski ekki alveg allt um málið, en ég er skíthrædd!!!

Hvað á ég að segja við börnin mín 5 og 10 ára gömul?, þau leika stundum við barnabörn þessarar manneskju.
Hvernig á ég að útskýra þetta án þess að þau verði skíthrædd líka??

Vona aðeinhver geti sagt mér eitthvað, einhverjar hugmyndir um hvernig og hvað við getum sagt við börnin okkar.

Takk takk
kv alsig