Velkomið barn ég fann þetta í gömlu fréttabréfi sem eldri sonur minn var á og þykir þetta bara sætt :

Velkomið barn

Þegar barn fæðist er það eins og að taka utan af pakka sem hefur legið óopnaður mestan hluta ársins-og komast að raun um að það sem er í honum fer lang fram úr björtustu vonum manns og draumum.

Vildir eignast barnið.
Þú last allskonar bækur.
Og fórst í ótal undirbúiningstíma.
Barnaherbergið er til reiðu,málað eða myndskreytt.
Búið að kaupa púður og krem og bangsa.
Nóg af ástúð og hlýju.

Samt er alltaf jafn mikið undrunarefni að vita af þessari litlu manneskju áþreifanlegri í faðmi sér.Maður telur sig halda á ungabarni,en það reynist sérstæður einstaklingur.

Allt sem nýfædda barnið þarf framan af er matur,svefn og hlýja.Það er svo lítið og margbrotið-og þó svo ótrúlega hjálparlaust.Þú gerir eins og þú getur,en taugar þínar eru ekki í lagi vegna reynsluleysis,og þú ert ögn hissa á hve barnið er kröfuhart.

En dag nokkurn horfist það í augu við þig og þekkir þig.Og þá ljómar andlit þess.
Bros engu öðru líkt,bros sem lýsiróblandinni gleði og fullkomnu trúnaðartrausti eyðir öllum leiðindum og misskilningi.
Og þú byrjar langa og ánægjulega könnunarferð.


mbk
harpajul
Kveðja