Ég skrifaði þessa grein á bloggið(<a href=http://blog.internet.is/bmson>http://blog.internet .is/bmson</a>) mitt og áhvað að senda það hingað inn á huga.


Ég hef tekið eftir því að á huga.is hefur verið mikið talað um það hvernig ungir krakkar, aðalega samt stelpur, klæða sig alltof fullorðinslega. Ég verð endilega að fá að tjá mig um þetta mál.

Það hefur verið talað um að stelpur alveg niður í 6.bekk séu að “meika” sig, ganga í g-streng og því um líku. Fólk á það oft til að kennna sjónvarpinu og öðrum miðlum um þessa þróun. Jú það er kannski rétt, að einhverju leyti. Ég get alveg fallist á það að tískublöð og fleiri glamúr tímarit eru að fókusa á ungt fólk. Það er unglinga(útlits) dýrkun í vestrænum heimi. En aftur á móti er það heldur ekki of gott að vera of unglegur, þetta sjáum við aðalega í amerískum myndaþáttum og bíómyndum, Þar eru leikarar um 16ára aldur að leika 13ára krakka. Það er mikill munur á þessum aldri. En ég vill ekki kenna fjölmiðlunum um þetta allt vegna þess að þeir sýna bara það sem fjöldinn vill sjá.

En ég er aftur á móti með smá kenningu sem ég tel orsaka þetta að einhverju leiti. Það er nokkuð sem kallast þroski. Jú er þroski ekki hugsaður þannig að sá sem er komin með skeggbrodda og hár á kynfærinn eða sú sem er með stór brjóst og komin á blæðingar sé þroskuð. Það er auðvitað alveg rétt að sá sem er komin á kynþroska aldurinn sé þroskaður en það eru bara til svo mörg þroska stig og líkamlegur þroski er einn þeirra. Tökum stelpu sem dæmi, hún er farinn að verða kynþroska er farin að breytast í konu. Hún áhveður að henda öllu gamla dótinu sínu og fer að klæða sig eins og “kona”. Og það aukast jafnvel líkurnar á því að hún byrji að drekka og reykja, vegna þess að hún fer að hanga með eldri stelpum sem henni fynnst hún vera nær í þroska en þessum “óþroskuðu” stelpum sem eru með henni í bekk. En málið er það að útlitislega er hún eflaust líkari þessum eldri stelpum en ef það er litið inn í sálarlíf þessarar stelpu þá eru hún alveg sama barnið þrátt fyrir allt hormónaflæðið sem á sér stað í líkamanum á henni. Þetta gæti t.d. verið ástæðan fyrir því að krakkar byrji á því að reykja og drekka, þau halda að þau séu þroskaðari en þau raunverulega eru en hafa ekki náð þeim félagslega þroska til að segja nei og hafa sjálfstæðar skoðanir <i>(þá meina ég þau verða ennþá að halda sér í hópinn og þora ekki að andmæla honum)</i>. Ég er ekki foreldri og get ekki sett mig í þau spor, en ég tel það að foreldrar dæmi börninn sín einnig á útlitinu. Þetta sé ég bara hjá minni nánustu fjölskyldu. þar er sá krakki sem hefur tekið út mesta útlitislega þroskan áætlaður þroskaðari en sá sem er útlitislega óþroskaðari. En það er ekki svo þar sem þessi fullorðnislegi drengur er alveg jafn mikið barn og hinn drengurinn. Þeim fynnst alveg jafn skemmtilegt að horfa á barnaefnið þó svo þessi “þroskaði” gerir það ekki þar sem fjölskyldan og samfélægið telur hann vera komin yfir það stig.

Þroski er ekki bara einn hlutur. Hann getur verið margskonar og eiga foreldrar að hjálpa barninu að vera barn þó svo það líti útfyrir að vera fullorðið <i>(útlitið er ekki andlegt og þar af leiðandi stjórnar það ekki félagslegum athæfum)</i>. Barnið gerir bara það sem að þjóðfélagið ætlast til af því og þessvegna á það erfitt með að vera barn nema það fái aðstoð til þess.

Þetta getur auðvitað verið í hina áttina líka, að aðilinn sé barnalegur í útliti og þessvegna telur þjóðfélagið þann aðila vera barna ennþá. Það getur verið mjög slæmt líka þar sem sá aðili getur verið rakkaður niður andlega á getur það alveg skemmt sálarlíf hanns.

<b>Látið barnið vera það sem það er, ekki það sem það lítur út fyrir að vera</b>


endilega látið í ljós hvað ykkur fynnst um þessa kenningu…