Well…

Þessa dagana er ég að byrja á því að venja dóttur mína tveggja ára af bleyju. Ég er búin að ákveða að gefa mér góðan tíma fyrir þetta, því að ef maður er að reka á eftir þeim þá getur allt farið til ands…… og maður getur þurft að byrja alveg upp á nýtt!

Ég ákvað að byrja á því að taka af henni bleyjuna frá ca. 18:00 og þangað til hún fer að sofa um ca. 20:30-21:00. Það hefur nú gengið misvel, hún vill alveg sitja á klósettinu og koppinum og gerir það stundum alveg í lengri tíma (!) en gerir samt lítið í hann. Það hefur komið fyrir tvisvar að hún hefur pissað á sig, hún fékk nánast taugaáfall í fyrsta skiptið en seinast þá brá henni bara og bað strax um að fá að fara á klóið.

Næturbleyjan er nánast alveg þurr, ég er að spá í að prófa að láta hana sofa bleyjulausa, þori því varla samt…:/

Ég er búin að prófa að nota “lélegar” bleyjur þannig að henni finnist kannski óþægilegt að vera blaut, en það gekk ekki af því að hún fékk svo mikil útbrot :(

Ég er að spá hvort að ég sé að gera þetta of fljótt eða kannski er ég að gera þetta eitthvað vitlaust, ég veit ekki…. endilega segið mér hvernig þið fóruð að? Hvað á ég að gefa mér langan tíma í þetta?


Kveðja simaskra
Kveðja simaskra