ég heyrði sögu af litlum strák sem var 3 ára og mjög skýr. En svo dóu amma hans og afi í bílslysi. Þá sagði hann við pabba sinn: Pabbi ég skal bara byrja að borða Pétur Pan smjör (hnetusmjör)þá get ég flogið og sótt ömmu og afa og þá þarf ég ekkert að gráta meira. En það sem er lang dúllulegast er að hann hatar hnetusmjör því honum finnst það svo vont. En hann vildi byrja að borða það fyrir pabba sinn. Það væri gaman að heyra fleiri svona sögur.