Mér finnst alveg frábært að það skuli vera komin nýr vefur í sambandi við fötluð börn.. En ég á sjálf ekki neitt barn en er að vinna á leikskóla og er að vinna með eina fjölfatlaða stúlku allan daginn og hef rosalegan áhuga að heyra frá öðrum bæði þá foreldrum og þeim sem að annast svona börn alla daga. Sjálf hef ég verið með móður þessara stúlku í þvílíkri æfingu með stúlkuna og hef ég svo mikið til að segja um það.. þannig að það væri gamana að fá fólk til að spjalla um þessa hluti. Þetta er aðferð sem að er frekar umdeild hér á Íslandi og kallast “Doman” aðferð, en ég hef séð þvílíkar framfarir hjá stúlkunni “minni” t.d. er hún eiginlega alveg laus við göngugrindina sína og gengur með aðstoð einnar manneskju er farin að tjá sig miklu meira o.m.fl. Besta er það þegar að hún biður mig að koma og gera æfingarnar. Hef svo mikið til að segja um þetta.
En harpajul mér lýst vel á þennan vef sem komin er á laggirnar.
Hvað get ég sagt ykkur meira um litlu dömuna mína…?

kveðja valsarakvk..