Það eru alveg hreint ótrúlegustu hlutir sem geta róað þessi litlu sætu kríli.. og það er líka eins misjafnt og þau eru mörg því ekkert barn er með sömu tilfinningar og sömu skoðanir. Eins og til dæmis minn gutti.. hann róast við að láta klóra sér í hausnum þar sem hárið er, og að láta fikta í eyrunum á sér og þegar hann var minni þá bra alltaf þegar hann fór að skæla var nóg að setja hann bara á skiptiborðið inni á baði.. þurfti ekkert að gera meir, ekki klæða hann úr neinu eða neitt.. bara leyfa honum að liggja þar. það var eitthvað róandi við það sem honum fannst gott :) og svo einhverntíma fékk hann þá flugu í hausinn að hætta alltaf að skæla þegar maður tók hann úr sokkunum.. þá að vísu var hann alveg pínulítill, kannski svona 1 - 1 1/2 mánaða gamall. maður verður bara að læra á sín börn og reyna að finna út kvað það er sem róar þau niður.. það geta verið alveg ótrúlegustu hlutir!

verið nú góð við litlu englana ykkar! ;)

kveðja

GIZ ;)