halló aftur allesammen :))
sko ég veit eigilega ekki alveg hvar ég á að byrja… málið er bara að sonur minn er nú orðinn 2ja ára og bara æðislega stór og bústinn og duglegur strákur.. en hann bara vill einfaldlega ekki fara að sofa á kvöldin :/ hann er á leikskóla frá 8-4 á daginn og sefur þar í svona sirka 1 og 1/2 tíma, kemur svo heim og hamast á fullu og svo er hann orðinn geggjað sibbinn eftir matinn og ég set hann yfirleitt inn í rúm svona milli 8 og hálf 9 en hann bara sofnar ekkert.. samt er hann alveg að lognast útaf af þreytu en hann bara hamast og er með klikkuð læti og svona, hendir snuðinu og sænginni og öllu eitthvað útá gólf og er bara eitthvað að leika sér.. svo sofnar hann aldrei fyrr en svona hálf 11 eða eitthvað og samt vaknar hann bara kl 7 eða eitthvað og fer á fætur. ég held bara að það geti ekki verið að hann fái nógan svefn miðað við að hann er bara 2ja ára.. er ekki einhver þarna úti sem á eitthvað undraráð handa mér ?? það væri allavega gott að fá eitthvað…..
takk takk :):)

GiZ