Ég skrapp í búð í Auðbrekkunni í Kópavoginum áðan sem heitir Móðurást og er með vörur fyrir verðandi og nýbakaðar mæður og. Þið óléttu stelpur eða sem eruð nýbúnar að eiga, þið hreinlega VERÐIÐ að kíkja þarna. Það eru til svo rosalega sniðugar vörur þarna. Ég var t.d. búin að panta mér brjóstapela að utan (getið séð hvernig hann lítur út hér: <a href="http://www.adiri.com/“>Brjóstapeli</a>) sem er að mínu mati alveg brilliant uppfinning, og hann er til þarna í þessari búð. Ég hlakka til að prófa hann, því mín yngri vildi aldrei sjá pela, sama hvernig túttu ég reyndi, og ég var rosalega bundin fyrstu mánuðina yfir brjóstagjöfinni. Gat aldrei skroppið frá nema í mesta lagi klukkutíma í einu án þess að hún yrði vitlaus. Hefði sko viljað eiga svona pela þá.

Síðan eru þær með ÆÐISLEGA brjóstagjafahaldara sem heita Bravado (getið séð þá hér: <a href=”http://www.bravadodesigns.com/">Bravado brjóstagjafahaldarar</a>). Vinkona mín, sem fékk svona haldara senda að utan, lánaði mér einmitt tvo svoleiðis þegar ég átti yngri stelpuna og ég fór varla úr þeim. Þeir eru svo mjúkir og þægilegir og styðja vel við án þess að vera þröngir. Ég svaf í þeim fyrst á meðan mjólkin var sem mest í brjóstunum og þeir voru alltaf jafn æðislegir. Ég var því ekkert smá ánægð að sjá þá hér á Íslandi, því hingað til hafa þeir ekki verið til hérna heima.

Svo eru þær með svona ullarbrjóstainnlegg til að taka við leka, ferlega mjúkir og hlýir og halda rakanum frá mun betur en bómull eða einnota innlegg. Annað sem mér fannst ferlega sniðugt er svona grindarbotnsþjálfunartæki, ég þyrfti örugglega að fá mér svoleiðis. Svo eru þær með snúningslökin góðu, brjóstagjafakoddana, já og svo bara HELLING af öðrum frábærum vörum. Ég er ekkert smá ánægð með að hafa fundið þessa búð. Ég held að hún sé alveg ný, allavegana vissi ég ekki af henni fyrr en bara fyrir stuttu. Ég mæli með að þið farið þarna og skoðið.

Svona fyrir ykkur sem viljið smá fréttir af mér þá er ég bara enn að bíða eftir pjakknum mínum. Er komin tæpa 41 viku núna :)
Kveðja,