Ég á dóttur sem verður 4 ára í sumar. Hún hefur verið dugleg að halda sér þurri í allan vetur en hefur nú pissað á sig 4-5 sinnum síðustu þrjár vikurnar og tel ég það sé vegna þess það er verið að venja yngri bróður hennar af bleiunni svo hann pissar stundum á sig. Ég veit ekki hvernig ég á að fá hana til að hætta að pissa á sig. Ég reyni að æsa mig ekkert yfir þessu og ræði við hana en það er ekkert þægilegt að geta ekki farið neitt með hana án þess að eiga á hættu að hún pissi á sig. Í dag fór vinkona mín með börnin mín í Húsdýragarðinn því ég þurfti að læra fyrir próf (ætti reyndar ekki að vera í tölvunni núna) og þar pissaði sú stutta á sig, hálfri mínútu eftir að vinkona mín hafði spurt hana hvort hún þurfi á klósettið (svarið var nei).
Hafið þið einhver ráð til að fá hana að hætta þessu þá endilega miðlið þeim til mín.
Ein ráðalaus
Brostu framan í heiminn og þá mun heimurinn brosa við þér.