Núna er komið að þeim merka áfanga hjá mér að ég er að ljúka skólaskyldu minni (sem merkir nú ósköp lítið þar sem ég mun halda áfram í skóla) en samt er þetta ákveðinn árangur.
Áætlunin var að fara í partý og drekka af þessu tilefni, sem ég tel ósköp eðlilegt fyrir minn aldur, þetta er orðin nokkurskonar hefð. Ég taldi alla foreldra bæði vita af þessu og sætta sig við það, enda er þetta eins og ég sagði orðin hefð.
Svo las ég í mogganum í morgun grein um að “styðja börnin sín eftir samræmdu” s.s. ekki hleypa þeim út úr húsi til að halda uppá þetta. Þá datt mér í hug hvað væri í gangi? Foreldrar að hreinlega banna börnum sínum að skemmta sér. Ég býst við mörgum mótmælum, þ.á.m. rök eins og að neysla áfengis sé bönnuð innan 20 ára eða að það sé alveg hægt að skemmta sér áfengislaust.
Ég tel að maður geti alveg skemmt sér án áfengis en ég veit að maður skemmtir sér mun betur með, allavega í mínu tilfelli.
Samt sem áður er það ákvörðun einstaklingsins hvort hann vilji drekka eða ekki, foreldrar munu ólíklega koma í veg fyrir drykkju, annaðhvort láta barnið fela drykkju sína meira eða drekka einungis af því að honum var bannað að gera það.
Þannig að ég tel foreldra eiga að leyfa börnum sínum að fara út, vera úti lengi og skemmta sér eftir samræmdu! Svo ráðlegg ég foreldrum eindregið að leyfa börnum sínum að halda foreldralaus partý, með foreldra í húsinu verður andrúmsloftið ekki jafn afslappað, maður getur ekki talað um það sem maður vill. Áfengi er ekki eina ástæðan fyrir því að hafa foreldralaus partý, ef foreldrar eru í partýinu er oft bara farið út um kvöldið og drukkið úti. Ég spyr: afjverju ekki að leyfa börnum sínum að skemmta sér vel og afhverju að hafa foreldra í partýum?
<A HREF="