Ég var að spá Jæja góðir foreldrar og aðrir ;)
Þannig er mál með vexti að sonur minn sem verður 1 árs í maí, er að fara að gera mig gráhærða. Hann vill ekki borða og ég veit ekki hvað er til ráða. Það er alveg sama hvað ég bíð honum hann hristir bara hausinn, grettir sig og skellir munninum í lás. Mér hefur verið sagt og vissi reynar að þetta sé bara tímabil hjá öllum börnum. Um daginn þegar ég var að reyna að fá hann til að borða þá borðai hann varla 1/2 jógúrt yfir allan daginn og kvöldið. Það liggur við að ég sé líka hætt að borða út af þessu. Í gær þá vildi hann ekkert borða það eina sem ég kom ofan í hann var saltstangir (ekki beint hollt, það veit ég) En það var betra en ekkert. Svo var ég farin að halda að hann vildi bara borða það sem við borðum en það er bara þegar hann hentar. Ekkert smá þrjóskur ungur drengur. (enda ekki langt að sækja það :D)Ég er viss um að það er eitthver af ykkur sem hefur eða er að berjast við börnin með þetta. Svo var ég líka að spá með hvað er best að láta hann borða þannig að það er góð fylling í magann á honum ef ég kem eitthverju ofan í hann. Hann var vanur að borða 3-4 sinnum á dag. Hann er ekki að drekka pelann sinn í íma & ótíma, hann fær bara pelann sinn þegar hann á að fara að sofa svo hann ætti ekki að vera fullur á mjólk.
Endilega segið mér frá ykkar sögum eða ráðum um þetta mál

kveðja
palinas
<img src="