Hér eru smá pælingar
Ég er búin að vera að lesa þessar greinar um barneignir og mér finnst vanta sjónarhorn ungrar móður(sjónarhorn ekki diss)
Ég er 18 ára og ég á 7 og 1/2 mánað gamlan son, ég er í sambúð með barnföður mínum.
Þegar ég komst að því að ég væri ólétt, þá varð ég hrædd, því þjóðfélagið í dag býður varla upp á að ungar mæður geti séð um sig og sína.Ég fór að hugsa um kostina sem ég hafði 1. ala þetta barn og fresta námi og binda mig næstu 18 árin 2. Fara í fóstureyðingu, halda áfram í námi og gera allt þetta sem ég á að vera að missa af núna(segja margir því miður:/ )
barnfaðir minn þessi elska þrýsti ekki neitt á mig, við fórum í staðfestingu og ég var sett í sónar og ég sá hjartláttinn í þessari litlu veru. Þá síaðist það inn að það var lifand vera í maganum mínum, barnið mitt.(mér var boðin fóstureyðing á meðan skyggði aðeins á þessa stund)
Ég hefði aldrei farið í fóstureyðingu. Ég er á þeirri skoðun að konur sem gera það eru að drepa börnin sín.
Ég er mjög hamingjusöm. Ég á yndislegt barn, mann sem ég dýrka, samhenta fjölskyldu. Ég er ekki búin með skóla ég á langt í land með það. Ég er heldur ekki á leiðinni í skóla strax en þetta kemur allt með kalda vatninu, Ég á ekki íbúð,bý í kjallaraíbúð hjá tengdó,

Ég skil fólk vel að vilja ekki binda sig strax , vilja frekar vera búin að klára nám og komin í vinnu og allt það.

En ekki tala niður til þeirra sem hafa valið að fara aðra leið.
Alveg eins og þið viljið ekki að talað sé niður til ykkur fyrir að velja.

Það getur ekkert toppað það að finna hreyfingar barnins þíns í fyrsta sinn.
Það getur heldur ekkert toppað fæðinguna, fyrsta öskrið,fyrsta faðmlagið.
ég vona að allir hér eigi eftir að uppplifa það að halda á barninu sínu í fanginu

en eins og ég sagði áðan, þetta eru mínar pælingar

p.s. það er ekkert til sem heitir slysabarn. það eru börnin sem velja sér foreldra ekki öfugt.