Ágætis endir á ekki svo ágætri helgi… Þegar ég skilaði honum í dag (syni mínum) fórum við aðeins niður á tjörn. Það var ótrúlega gaman. Við klæddum okkur bara vel og nutum þess að gefa öndunum. Það er alveg ótrúlega langt síðan ég gerði það seinast. En eins og þá, þá var brauðið allt of fljótt að klárast. Það er svo gaman að sjá viðbrögðin hjá börnum þegar þau eru innan um dýr, og mikið af þeim. Ég held bara að hann hafi mest af öllu viljað stinga sér útí til þeirra. Þegar við komum svo til mömmu hans þá vildi hann koma með mér aftur til baka. Það gefur manni svo mikið. Þó hann kunni ekki að segja það, þá skilur maður hann alveg. Maður veit að maður er góður faðir og hann treystir á mann og við það líður manni vel (þó að það sé alveg tómt hjá manni húsið, þá er hjartað fullt…)
Ánægður
Gromit