Ungbarnasund er gott fyrir börnin.
Dóttir mín hefur frá fæðingu verið lofthrædd og ekkert sérstaklega mikið fyrir vatn gefin.
Fjögurra mánaða fór hún í fyrsta tímann og þá bara til að venjast vatninu og hreyfingunni í vatninu en hún grét mjög mikið.
Annan tímann tókum við með okkur dót og grét hún ekki nema vatn færi framan í hana.
þriðja skiptið sem við fórum var mjög gaman og hún skemmti sér bara ágætlega.
Núna er hún eins árs alger pæja og í síðasta tíma tók hún sig til og henti sér sjálf út í laugina frá bakkanum á eftir hring sem að börnin kafa eftir. Í dag er hún nánast ekkert lofthrædd og finnst alveg rosalega gaman að fara í sund og bað. Fólki finnst hún ótrúlega sterk miðað við aldur og stærð.
Hún vill ólm komast í vatn en þegar hún á að koma uppúr er ekkert gaman.
Ég mæli með ungbarnasundi.
Kveðjur,
Krusindull