Ég var að horfa á fréttirnar í gær með manninum mínum og dóttur okkar sem er ný orðin 4 ára. Svo kom fréttin með strippstaðinn og daman á brjóstunum og nærunum. Lilta dóttir okkar horfði á þetta og sagði svo: mamma þegar ég verð stór ætla ég að vera með sítt hár og dansa á brjóstunum. Ég er alls ekki á móti strippstöðum og mér finnst mjög gaman að fara á einn slíkan, en mér finnst alveg óþarfi að vera að sýna þetta í fréttum þegar lítil börn eru að horfa á. Eins þegar verið var að segja frá sex í Reykjavík, þegar allir þættirnir voru búnir, þá var sýnd píka og allt í fréttum kl 8 þegar litlir krakkar eru ekki farnir að sofa. Svo er bara falið sig á bak við fréttirnar, það má alveg sýna píkur og stelpur að strippa af því að þetta eru fréttir. Það vita allir hvað fer fram á strippstöðum og mér persónulega finnst alveg óþarfi að sýna dömu strippa í fréttunum, ef þeir endilega vilja sýna það, þá geta þeir bara búið til frétta þátt kl 22 eða 23.
Þetta hefur áhrif á börnin og maður fær spurningar eins og : af hverju er hún að fara úr fötunum? Af hverju er hún að koma við pjásuna? og af hverju er hún bara á brjóstunum. Ég vill allavegana ekki að dóttir mín horfi á svona í fréttunum.
Kveðja HJARTA
Kveðja