Þá er ég komin á ról aftur og það með mikilli heift.
Það er fyndið að í landi sem að á að vera eitt vistvænasta landi heims og við stærrum okkur af því hvað allt er nú gott og blessað hérna þá er það stjórnvöldum um megn að vernda börn þessarar þjóðar.
Í fréttum í kvöld eins og margir hefa líklegast tekið eftir var sagt frá forræðismáli þar sem að foreldrum var aftur dæmt forræði yfir dóttur sinni.
Nema hvað faðir stúlkurnar hafði verið fundinn sekur um að kynferðislega misnota hana með því að láta hana hafa við sig munnmök.
Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
þá var stúlkan 5 ára, 3 árum seinna var hann aftur kærður fyrir að setja upp í hana tunguna þegar að hann kyssti hana.
Hann var sýknaður af því, vegna þess að stúlkan þótti ekki trúverðug fyrir rétti.
Sálfræði mat á öllum fjölskyldumeðlimum fór fram.
Faðirinn var talin eiga við geðræn vandamál að stríða sem orsök af langvarandi áfengisneislu og tók sálfræðingurinn fram að ekki væri ráðlegt að hann tæki þátt í umsjón stúlkunar þar sem að hún gæti orðið hans eigin “klámmynd”.
Móðirin var í afneitun og hélt því fram að stúlkan gerði þetta til þess að fá athygli, mat sálfræðingsins var að hún væri ekki hæf um að vernda dóttur sína frá syfjaspelli sem að gæti átt sér stað á heimilinu.
Dóttirin var með frekar gott álit á föður sínum og var talið að það væri vegna lélegrar sjálfsmyndar.
MAÐURINN VAR SÝKNAÐUR.
Það er búið að koma fram að hann á við geðræn vandamál að stríða.
Hann hefur þá þegar verið dæmdur fyrir að misnota dóttur sína.
Það er merkilegt að í öllum dómsmálum eru kallaðir til sálfræðingar, og það virðist sem að hvað minnst sé hlustað á þá sem að hvað mest kafa ofan í málin og eru að segja ljótann sannleikann.
Munið þið eftir prófessors málinu?
Ég þekki persónulega til þessa máls, fyrir rétti báru 3 stúlkur vitni um áreittni af hans hálfu, hann hefur verið handtekin fyrir það að bera sig fyrir ungum stúlkum á götum úti, og fyrir það að sitja á gægjum og fróa sér er hann var að horfa á ungar stúlkur.
Í því máli var ekki tekið tillit til þessa, það var ekki hlustað á vitnin 3, það var ekki tekið mark á sálfræði skýslum sem að teknar voru um dóttur hans af sálfræðinig sem að hún hitti marg oft.
En tekið var mark á sálfræðiskýslum frá sálfræðini sem að aldrei hafði hitt hana.
HVAÐ ÞARF TIL !!!!!!!!!!!!
Eigum við öll að setja upp myndavélar um allt heimilið?
Eigum við að hlekkja börnin okkar við okkur?
Eigum við að taka lögin í okkar eigin hendur?
Það er farið að vera eina leiðin til þess að fá réttlætinu framgengt, maður situr jú aðeis 4-8 ár fyrir morð.
Ég myndi frekar sitja en að láta einhvern sem að misnotar börnin mín vera lausann á götunni til þess að misnota fleiri.
Dómskerfi okkar er brandari.
Börnin njóta ekki sama réttar og fólkið sem að brýtur gegn þeim.
Ég óska engum þess að verð fyrir því áfalli að láta misnota sig kynferðislega, eða að vera foreldri barns sem að verður fórnarlamb.
En þið sem að eruð svo heppin að hafa aldrei orðið fyrir þessu verðið að verna réttini okkar allra, því að við vitum aldrei fyrir hvern þetta kemur næst.
Ég ætla að leifa mér að biðja ykkur öll að hjálpa til við að gera ákallið um breitingar á meðferð þessara mála svo hávært að ekki verður undan komist að hlusta.
Ég legg til að við skrifum þeim þremur ráðuneitum sem að þetta varðar.
Skrifað ykkar eigin, en það sem að er ennþá mikilvægara er að senda fleirum þessa áskorun og sjá til þess að þessum áskorunum rigni yfir þá.
Félagsmála ráðuneitið postur@fel.stjr.is Sólveig Pétursdóttir
Dóms og kirkjumála ráðuneitið postur@dkm.stjr.is Páll Pétursson
Forætisráðuneitið postur@for.stjr.is Davíð Oddsson
Verum nú sjálfum okkur sönn og látum eitthvað gerast, verum ekki gungur sem að einungis geta kvartað og kveina í skugga nafnleindar.
VIÐ ERUM ÞAU SEM AÐ HÖLDUM UM STJÓRNTAUMANA VIÐ VERÐUM AÐ GERA ÞAÐ LJÓST AÐ VIÐ SÆTTUM OKKUR EKKI VIÐ ÞAÐ AÐ BÖRNIN OKKKAR SÉU MISNOTUÐ ÁN ÞESS AÐ NOKKUÐ SÉ AÐ GERT