ég veit að þetta er copy/paste en ég sendi þetta samt:)

Það að verða foreldri breytir manni heldur betur.En það að vera foreldri breytist líka með hverju barni sem þú eignast. Hér á eftir koma nokkrar staðhæfingar um hvernig það er þegar maður eignast fyrsta,annað og þriðja barn.
Fötin þín:
Fyrsta barn: Þú byrjar að klæðast óléttufötum um leið og óléttuprufan staðfestir að þú sért ólétt.

Annað barn :Þú reynir að ganga í venjulegum fatnaði eins lengi og þú getur.
Þriðja barn. Óléttufötin eru orðin þín venjulegu föt.

Fæðingarundirbúningur:
Fyrsta barn: Þú æfir öndun reglulega á hverjum degi.

Annað barn: Þú sleppir því að æfa þessa helv?öndun því þú manst vel að
hún hjálpaði þér ekkert síðast !

Þriðja barn: Þú biður um mænudeyfingu á áttunda mánuði meðgöngu.

Þvottur:F
yrsta barn: Þú forþværð öll föt af nýburanum, þværð aðeins rétta liti saman,straujar fötin varlega og brýtur þau fallega saman ofan í kommóðu.

Annar barn: Þú tékkar hvort fötin séu ekki hrein og klæðir barnið í
allt?nema fötin með mestu blettunum.

Þriðja barn: Æji strákar geta alveg verið í bleikum fötum !!!!!!!!

Áhyggjur:
Fyrsta barn: Þú tekur upp barnið um leið og þú sérð að það er alveg að
fara að gráta,kúka,pissa,geyspa,hiksta?.osfrv.

Annað barn: Þú tekur upp barnið þegar vælið í því er alveg að fara að vekja eldra barnið.

Þriðja barn: Þú kennir frumburðinum sem nú er orðin/n þriggja ára að trekkja upp óróann fyrir ofan vögguna hjá nýburanum.

Snuð:
Fyrsta barn: Ef snuddan dettur á gólfið einhversstaðar vefur þú hana inn í servettu, setur hana ofan í tösku og þværð hana og sýður þegar þú kemur heim. Passar að hafa alltaf auka snuddu með þegar þú ferð að heiman.

Annað barn: Ef snuddan dettur á gólfið, skolar þú af henni með djúsinu úr pelanum og setur hana aftur upp í barnið.

Þriðja barn: Þú einfaldlega þurkar það mesta af snuddunni með bolnum þínum og setur hana aftur upp í krakkann.

Bleyjur:
Fyrsta barn: Þú skiptir á barninu á klukkustundarfresti,hvort sem þess þarf eða ekki.

Annað barn: Þú skiptir á barninu á tveggja til þriggja stunda fresti ef þörf þykir.

Þriðja barn:Þú reynir að skipta á barninu áður en aðrir fara að kvarta yfir skítalykt eða þegar þú sérð að bleyjan er orðin svo yfirfull að hún lafir niður að kálfa á barninu.


Daglegt lífi:
Fyrsta barn: Þú fer með barnið í ungbarnaleikfimi,ungbarnasund og
sögustund á bókasafninu.

Annað barn: Þú lætur barnið í pössun á líkamsræktarstöðinni á meðan þú ferð í fitubrennslutíma.

Þriðja barn: Þú tekur barnið með þér þegar þú ferð að versla inn.

Skemmtun.
Fyrsta barn: Þegar þú ferð í fyrsta skipti út að djamma og skilur barnið eftir hjá barnapíunni, hringir þú heim á hálftíma fresti.

Annað barn: Rétt áður en þú ferð út um dyrnar manstu eftir að láta
barnapíuna fá númer þar sem hægt er að ná í þig.

Þriðja barn: Þú skilur eftir þau fyrirmæli til barnapíunnar að hringja ekki í þig nema hún sjái blóð !!

Heima:
Fyrsta barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverju einasta degi bara í það að skoða litla fallega barnið þitt?jafnvel bara þótt það sofi.

Annað barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverjum einasta degi í að fylgjast með að eldra barnið sé ekki klípa,pota eða slá það yngra.

Þriðja barn: Þú eyðir dágóðum tíma á hverjum einasta degi í að fela þig fyrir börnunum!!!!

Sendu þetta til allra sem EIGA börn, eða til allra sem ÞEKKJA einhvernsem á börn?eða til allra sem einhverntíman hafa VERIÐ börn.
Þessi pistill hér að ofan var saminn af þriðja-barni?..og á meðan ég man “Mamma ég er búin að sjá allar myndirnar af eldri systkinum mínum?.
en hvar eru myndirnar af MÉR ”?
Pollyanna